Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:48 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélgas Grindavíkur. samsett mynd Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. „Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira