Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:47 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira