Erlent

Lyfja­stofnun Evrópu hefur á­fanga­mat á Sput­nik V

Atli Ísleifsson skrifar
Tvö aðildarríki ESB, Ungverjar og Slóvakar, hafa þegar tekið rússneska bóluefnið Sputnik V í notkun.
Tvö aðildarríki ESB, Ungverjar og Slóvakar, hafa þegar tekið rússneska bóluefnið Sputnik V í notkun. Getty

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19.

Frá þessu greinir stofnunin á heimasíðu sinni í morgun. Fari svo að Lyfjastofnun Evrópu veiti Sputnik V skilyrt markaðsleyfi þarf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sömuleiðis að gefa grænt ljós áður en bóluefnið er tekið til notkunar í aðildarríkjum sambandsins, og sömuleiðis þá í Noregi og á Íslandi.

Tvö aðildarríki ESB, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið Sputnik V í notkun.

Í byrjun febrúar birtist grein í læknatímaritinu Lancet þar sem kom fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að virkni bóluefnisins væri 91,6 prósent. Er virknin þar með svipuð og virkni Pfizer/BioNTech og Moderna sem þegar hafa verið tekin í notkun, þar á meðal hérlendis.

Á heimasíðu Lyfjastofnunar segir að EMA geti beitt svokölluðu áfangamati (e. rolling review) til að flýta fyrir matsferli vænlegra lyfja eða bóluefna þegar alvarleg heilsuvá er komin upp. 

Alla jafna þurfi lyfjafyrirtæki að senda inn öll gögn um virkni, öryggi og gæði lyfja áður en mat hefst, en í áfangamati eru gögnin metin eftir því sem þau verða tiltæk.


Tengdar fréttir

Sputnik V með um 92 prósent virkni

Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet.

Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni

Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×