Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 17:10 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58
Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18
Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52