Leicester og Villa urðu af mikil­vægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anwar El Ghazi í góðum höndum í Sheffield í kvöld.
Anwar El Ghazi í góðum höndum í Sheffield í kvöld. Clive Mason/Getty Images

Burnley og Leicester gerðu 1-1 jafntefli og botnlið Sheffield United skellti Aston Villa 1-0 í tveimur af þremur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley komst yfir gegn Leicester strax á fjórðu mínútu en framherjinn Matej Vydra kom þá heimamönnum yfir.

Hálftíma síðar jafnaði Kelechi Iheanacho metin en hann spilaði í fremstu víglínunni ásamt Jamie Vardy.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þrátt fyrir pressu Leicester náðu þeir ekki að skora sigurmarkið og lokatölur 1-1.

Leicester er í þriðja sætinu með 50 stig en Burnley er í fimmtánda sætinu með 29 stig.

Sheffield United vann sinn fjórða sigur þetta tímabilið er liðið vann 1-0 sigur á Aston Villa á Bramall Lane í Sheffield í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði David McGoldrick eftir hálftíma leik. Aston Villa var án Jack Grealish í kvöld og það sást.

Þrátt fyrir að vera einum fleiri í rúman hálftíma eftir að Phil Jagielka fékk rautt spjald náðu gestirnir frá Birmingham ekki að jafna.

Villa er í níunda sæti deildarinnar með 39 stig en Sheffield er á botninum með fjórtán stig, tólf stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira