Vara­mennirnir komu Juventus á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það tók Morata slétta mínútu að koma Juventus yfir eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld.
Það tók Morata slétta mínútu að koma Juventus yfir eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Gestirnir héldu meisturunum í skefjum í rúma klukkustund í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik brást Andrea Pirlo – þjálfari Juventus – við með því að senda þá Federico Bernardeschi og Álvaro Morata inn af bekknum. Út af komu bakvörðurinn Gianluca Frabotta og miðjumaðurinn Weston McKennie.

Var þetta eflaust ein besta ákvörðun sem Pirlo hefur tekið sem þjálfari. Aðeins mínútu síðar hafði Morata komið knettinum í netið af stuttu færi, eftir sendingu frá Bernardeschi.

Federico Chiesa kom meisturunum svo í 2-0 á 71. mínútu og að sjálfsögðu varð Cristiano Ronaldo að vera með. Portúgalinn skoraði þriðja mark heimamanna á 89. mínútu leiksins og sigurinn því á endanum einkar öruggur. 

Lokatölur 3-0 og Juventus nú í 3. sæti deildarinnar með 49 stig, sjö stigum minna en topplið Inter Milan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira