Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:59 Fossvogsskóli var lokað vorið 2019 vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Móðir barns í skólanum segir son sinn enn finna fyrir einkennum myglu. Vísir/Vilhelm Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00