Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:59 Fossvogsskóli var lokað vorið 2019 vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Móðir barns í skólanum segir son sinn enn finna fyrir einkennum myglu. Vísir/Vilhelm Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00