Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2020 12:29 Börn að leik á leiksvæðinu við Fossvogsskóla. Reykjavíkurborg Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni.
Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43