Innlent

Búið að bólu­setja um 3,5% Ís­lendinga

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun. Lögreglan/Júlíus

Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir.

Tæplega 10.300 manns eru á aldrinum 80 til 89 ára hér og hefst Covid-19 bólusetning hjá þessum hópi í Laugardalshöll á morgun og heldur svo áfram á miðvikudag.

4600 manns á aldrinum áttatíu ára og eldri verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni og 4300 starfsmenn hjúkrunar-og dvalarheimila sem bóluefni AstraZeneca. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi afþakkað það bóluefni. Sóttvarnarlæknir vonar að ekki komi til þess núna.

„Ég vil bara hvetja fólk til að þiggja það bóluefni sem er í boði hverju sinni. Þetta eru allt mjög góð bóluefni og örugg. Það er einhver örlítill munur á þeim en ekkert sem skiptir stóru máli,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Kanna hvort sá sem greindist hafi sloppið við landamæraskimun

Einn greindist innanlands í gær eftir að hafa farið í PCR-próf en reyndist vera með mótefni. Það vakti athygli þar sem hann hafði skömmu áður verið skimaður við komu til landsins og reynst neikvæður.

„Við erum að skoða hvort að þessi slapp við landamæraskimun hjá okkur,“ segir Þórólfur.

„Við munum sjá alls konar svona nýjar útfærslur af smitum sem við höfum ekki verið að glíma við áður.“

Búið er að bólusetja um 3,5% Íslendinga. Hlutfallslega hafa langflestir í heiminum verið bólusettir í Ísrael eða 38,9 prósent.

Sóttvarnarlæknir segir að þar sé verið að svara sömu spurningum um bóluefni Pfizer og hefði mátt svara hér hefði bóluefnarannsókn farið fram.

„Þeir eru að svara ýmsum spurningum sem að við vildum svara og mér sýnist að þeir hafi fengið það mikið bóluefni að þeir geti svarað þessum spurningum að einhverju leyti,“ segir Þórólfur.

„Þeir virðast vera að gera slíkar rannsóknir,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife

Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×