Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:04 Dr. Benedikt Halldórsson jarðskjálftaverkfræðingur segir það klárlega afar hæpið að hús á Íslandi geti hrunið af völdum jarðskjálfta. Hann bendir á að í Suðurlandsskjálftanum 2008 hafi álag á mannvirki í Hveragerði verið allt að fimm sinnum meira en þau voru hönnuð fyrir. Ekkert hús hafi þó hrunið. Vísir/Vilhelm/Samsett Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. Hann segir jafnframt afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta og vísar til Suðurlandsskjálftans árið 2008. Álag á mannvirkjum í Hveragerði mældist þá um tvisvar til fimm sinnum meira en þau voru hönnuð fyrir. Ekkert þeirra hrundi. Ekkert lát hefur orðið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesi sem staðið hefur yfir síðustu daga. Stór skjálfti varð um klukkan hálf tvö í nótt en hann mældist 4,9 að stærð. Hann reyndist sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. Þá mældist annar yfir þremur um klukkan hálf átta í morgun. Tíu sinnum „minni upplifun“ Dr. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði við Veðurstofu Íslands og rannsóknarprófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, ræddi jarðhræringar og áhrif þeirra á fólk og mannvirki í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði til dæmis ljóst að fólk fyndi mjög mismunandi fyrir jarðskjálftum. „Ef við erum tíu kílómetra frá jarðskjálfta og svo er einhver fjörutíu kílómetra frá þá er upplifunin tíu sinnum minni sirka. Hreyfingarnar dvína svo hratt með fjarlægð frá upptökunum. Það er eiginlega hraðari dempun á jarðskjálftabylgjunum hér heldur en á flestum öðrum stöðum í heiminum þannig að við erum heppin að því leyti, þeir drífa tiltölulega stutt,“ sagði Benedikt. Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Jörð heldur áfram að skjálfa á svæðinu en íslensk hús eru sérstaklega hönnuð með tilliti til þessa.Vísir/Vilhelm Þetta kvað hann stafa af því að jarðskorpan hér er brotin, við erum á svokölluðu brotabelti. „Þannig að þetta er ekki þessi samfelldi massi sem bylgjurnar geta farið eftir óáreittar og svo verða skjálftarnir hérna mjög grunnt, bara á nokkurra kílómetra dýpi.“ Finna minna fyrir skjálfta á klöpp en á sandi Þá kvað Benedikt undirlag skipta sköpum þegar litið er til þess hvaða áhrif jarðskjálftar hafa á byggingar, jafnvel hús sem standa við sömu götu. „Þegar bylgjurnar koma upp undir, eftir því sem jörðin verður mýkri þá þurfa bylgjurnar að hægja á sér. Þegar þær hægja á sér þá þurfa þær að auka hreyfinguna. Þeir sem eru á föstum grunni finna þess vegna minna fyrir skjálftanum heldur en þeir sem búa kannski á stöðum þar sem er mýkra undir.“ Íbúar húss sem stendur á klöpp ættu því að finna minna fyrir jarðskjálftabylgjunum en íbúar húss sem byggt er á sandi – þvert á það sem margir kynnu að ímynda sér. „Þetta er bara eðlisfræðileg orkuvarðveisla sem gerir það að verkum að þegar bylgjan hægir á sér þarf hún að auka sveiflurnar,“ sagði Benedikt. Lágreist hús með léttu þaki góð fyrir jarðskjálfta Hús á Íslandi eru sérstaklega hönnuð með tilliti til jarðskjálfta. Talsvert minna tjón verður iðulega af jarðskjálftum á Íslandi en þegar sambærilegir jarðskjálftar verða í Evrópu, að sögn Benedikts. „Lágreist hús með léttu þaki eins og er algeng byggingartýpa hér eru alveg gríðarlega góð fyrir jarðskjálfta. Það eru ekki þessi þungu þök eins og eru víða í Evrópu, sem geta farið verr. Þannig að við sjáum yfirleitt meiri skemmdir og tjón í jarðskjálftum í Evrópu og annars staðar sem eru af sömu stærð og verða hér,“ sagði Benedikt. „Ef þú ert á fyrstu hæð þá ertu mjög nálægt yfirborðinu og finnur minna. En ef þú ert á efstu hæð í fjölbýlishúsi þá ertu í byggingu sem er hönnuð þannig að hún fær að sveiflast og hún vill sveiflast á ákveðnum hraða. Oft sveiflast stærri hús hægar, minni hús „víbra“ hraðar. Minni hús finna þá sérstaklega meira fyrir minni skjálftunum. En í stærri skjálftum verða oft hægari bylgjur og þá líkar húsinu það, þá fer húsið að hreyfast með bylgjunni en hreyfingin magnast upp bygginguna, þannig að þeir sem eru efst uppi finna meira fyrir því.“ Klárlega hæpið að hús hrynji vegna skjálfta Þá benti Benedikt á að steinsteypt hús væru stífari, harðari og hreyfðust minna en timburhús mýkri og sveigjanlegri. Svokallað „tjónnæmi“ húsanna, þ.e. hversu líkleg þau eru til að skemmast í sömu hreyfingunni, væri þó mjög svipað. „Og mjög, mjög lágt. Lægra en þekkist víðast hvar,“ sagði Benedikt. Þá væri það klárlega afar hæpið að byggingar hér á landi gætu hrunið, meira að segja að hluta til, af völdum jarðskjálfta. „Það er best að nefna skjálftana árið 2000 á Suðurlandi, tveir skjálftar 17. og 21. júní af stærð 6,5 og 6,4. Svo varð skjálfti 29. maí 2008 í Ölfusi, hann var 6,3. Þessir skjálftar eru allt aðrir skjálftar en það sem við höfum verið að upplifa, jafnvel þessi 5,7 um daginn,“ sagði Benedikt. „Og þarna átti þetta sér stað hreinlega ofan í fólki, sérstaklega skjálftinn 2008, hann var á milli Hveragerðis og Selfoss. Þar mældum við í byggð meiri hreyfingu en þekkist almennt séð í skjálftum af þessum stærðum og álagið var sirka tvisvar til fimm sinnum meira á mannvirkjum í Hveragerði en þau voru hönnuð fyrir. En það var ekkert hús sem hrundi. Burðarvirkin stóðu sig alveg ótrúlega vel. Þannig að það virðist sem svo að byggingar hafi talsverðan umframstyrk.“ Viðtal Bítismanna við Benedikt má hlusta á í spilaranum ofar í fréttinni. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Tengdar fréttir Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 01:34 Snarpur skjálfti rétt eftir miðnætti Enn skelfur suðvesturhornið en höfuðborgarsvæðið hristist vel um klukkan tíu mínútur yfir tólf. Jarðskjálftahrinan ætlar greinilega að halda áfram í mars en mánuðurinn rann í garð á miðnætti. 1. mars 2021 00:12 Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. 28. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Hann segir jafnframt afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta og vísar til Suðurlandsskjálftans árið 2008. Álag á mannvirkjum í Hveragerði mældist þá um tvisvar til fimm sinnum meira en þau voru hönnuð fyrir. Ekkert þeirra hrundi. Ekkert lát hefur orðið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesi sem staðið hefur yfir síðustu daga. Stór skjálfti varð um klukkan hálf tvö í nótt en hann mældist 4,9 að stærð. Hann reyndist sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. Þá mældist annar yfir þremur um klukkan hálf átta í morgun. Tíu sinnum „minni upplifun“ Dr. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði við Veðurstofu Íslands og rannsóknarprófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, ræddi jarðhræringar og áhrif þeirra á fólk og mannvirki í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði til dæmis ljóst að fólk fyndi mjög mismunandi fyrir jarðskjálftum. „Ef við erum tíu kílómetra frá jarðskjálfta og svo er einhver fjörutíu kílómetra frá þá er upplifunin tíu sinnum minni sirka. Hreyfingarnar dvína svo hratt með fjarlægð frá upptökunum. Það er eiginlega hraðari dempun á jarðskjálftabylgjunum hér heldur en á flestum öðrum stöðum í heiminum þannig að við erum heppin að því leyti, þeir drífa tiltölulega stutt,“ sagði Benedikt. Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Jörð heldur áfram að skjálfa á svæðinu en íslensk hús eru sérstaklega hönnuð með tilliti til þessa.Vísir/Vilhelm Þetta kvað hann stafa af því að jarðskorpan hér er brotin, við erum á svokölluðu brotabelti. „Þannig að þetta er ekki þessi samfelldi massi sem bylgjurnar geta farið eftir óáreittar og svo verða skjálftarnir hérna mjög grunnt, bara á nokkurra kílómetra dýpi.“ Finna minna fyrir skjálfta á klöpp en á sandi Þá kvað Benedikt undirlag skipta sköpum þegar litið er til þess hvaða áhrif jarðskjálftar hafa á byggingar, jafnvel hús sem standa við sömu götu. „Þegar bylgjurnar koma upp undir, eftir því sem jörðin verður mýkri þá þurfa bylgjurnar að hægja á sér. Þegar þær hægja á sér þá þurfa þær að auka hreyfinguna. Þeir sem eru á föstum grunni finna þess vegna minna fyrir skjálftanum heldur en þeir sem búa kannski á stöðum þar sem er mýkra undir.“ Íbúar húss sem stendur á klöpp ættu því að finna minna fyrir jarðskjálftabylgjunum en íbúar húss sem byggt er á sandi – þvert á það sem margir kynnu að ímynda sér. „Þetta er bara eðlisfræðileg orkuvarðveisla sem gerir það að verkum að þegar bylgjan hægir á sér þarf hún að auka sveiflurnar,“ sagði Benedikt. Lágreist hús með léttu þaki góð fyrir jarðskjálfta Hús á Íslandi eru sérstaklega hönnuð með tilliti til jarðskjálfta. Talsvert minna tjón verður iðulega af jarðskjálftum á Íslandi en þegar sambærilegir jarðskjálftar verða í Evrópu, að sögn Benedikts. „Lágreist hús með léttu þaki eins og er algeng byggingartýpa hér eru alveg gríðarlega góð fyrir jarðskjálfta. Það eru ekki þessi þungu þök eins og eru víða í Evrópu, sem geta farið verr. Þannig að við sjáum yfirleitt meiri skemmdir og tjón í jarðskjálftum í Evrópu og annars staðar sem eru af sömu stærð og verða hér,“ sagði Benedikt. „Ef þú ert á fyrstu hæð þá ertu mjög nálægt yfirborðinu og finnur minna. En ef þú ert á efstu hæð í fjölbýlishúsi þá ertu í byggingu sem er hönnuð þannig að hún fær að sveiflast og hún vill sveiflast á ákveðnum hraða. Oft sveiflast stærri hús hægar, minni hús „víbra“ hraðar. Minni hús finna þá sérstaklega meira fyrir minni skjálftunum. En í stærri skjálftum verða oft hægari bylgjur og þá líkar húsinu það, þá fer húsið að hreyfast með bylgjunni en hreyfingin magnast upp bygginguna, þannig að þeir sem eru efst uppi finna meira fyrir því.“ Klárlega hæpið að hús hrynji vegna skjálfta Þá benti Benedikt á að steinsteypt hús væru stífari, harðari og hreyfðust minna en timburhús mýkri og sveigjanlegri. Svokallað „tjónnæmi“ húsanna, þ.e. hversu líkleg þau eru til að skemmast í sömu hreyfingunni, væri þó mjög svipað. „Og mjög, mjög lágt. Lægra en þekkist víðast hvar,“ sagði Benedikt. Þá væri það klárlega afar hæpið að byggingar hér á landi gætu hrunið, meira að segja að hluta til, af völdum jarðskjálfta. „Það er best að nefna skjálftana árið 2000 á Suðurlandi, tveir skjálftar 17. og 21. júní af stærð 6,5 og 6,4. Svo varð skjálfti 29. maí 2008 í Ölfusi, hann var 6,3. Þessir skjálftar eru allt aðrir skjálftar en það sem við höfum verið að upplifa, jafnvel þessi 5,7 um daginn,“ sagði Benedikt. „Og þarna átti þetta sér stað hreinlega ofan í fólki, sérstaklega skjálftinn 2008, hann var á milli Hveragerðis og Selfoss. Þar mældum við í byggð meiri hreyfingu en þekkist almennt séð í skjálftum af þessum stærðum og álagið var sirka tvisvar til fimm sinnum meira á mannvirkjum í Hveragerði en þau voru hönnuð fyrir. En það var ekkert hús sem hrundi. Burðarvirkin stóðu sig alveg ótrúlega vel. Þannig að það virðist sem svo að byggingar hafi talsverðan umframstyrk.“ Viðtal Bítismanna við Benedikt má hlusta á í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Tengdar fréttir Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 01:34 Snarpur skjálfti rétt eftir miðnætti Enn skelfur suðvesturhornið en höfuðborgarsvæðið hristist vel um klukkan tíu mínútur yfir tólf. Jarðskjálftahrinan ætlar greinilega að halda áfram í mars en mánuðurinn rann í garð á miðnætti. 1. mars 2021 00:12 Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. 28. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 01:34
Snarpur skjálfti rétt eftir miðnætti Enn skelfur suðvesturhornið en höfuðborgarsvæðið hristist vel um klukkan tíu mínútur yfir tólf. Jarðskjálftahrinan ætlar greinilega að halda áfram í mars en mánuðurinn rann í garð á miðnætti. 1. mars 2021 00:12
Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. 28. febrúar 2021 18:51