Innlent

Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö

Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa
Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið nær óslitið frá síðastliðnum miðvikudegi og virðist ekkert lát á.
Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið nær óslitið frá síðastliðnum miðvikudegi og virðist ekkert lát á. Vísir/Vilhelm

Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands klukkan 01:31 segir að skjálftinn hafi verið 4,9 að stærð. Upptök hans voru 2,5 kílómetra vestsuðvestur af fjallinu Keili, á sömu slóðum og aðrir skjálftar í dag. Hann varð á 3,4 kílómetra dýpi.

Íbúar á Akranesi, Grindavík, höfuðborgarsvæðinu og allt vestur á Grundarfjörð á Snæfellsnesi segjast í athugasemdum hafa fundið vel fyrir skjálftanum og sumir hverjir vaknað upp við hann. 

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftinn hafi fundist mjög víða á Reykjanesskaganum, austur í Landeyjar og upp í Borgarfjörð.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.