Solskjær hefur áhyggjur: Klopp náði að hafa áhrif á dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi fá víti á móti Chelsea í gær. Hann hefur áhyggjur af því að dómarar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa United liðinu vítaspynu. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var mjög ósáttur með að fá ekki víti í markalausa jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira