Enski boltinn

Á­tján mið­varðar­pör Liver­pool: „Ekkert lið í heiminum hefði komist í gegnum þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp, Robertson og Origi eftir tapið gegn grönnum í Everton um síðustu helgi.
Klopp, Robertson og Origi eftir tapið gegn grönnum í Everton um síðustu helgi. Laurence Griffiths/Getty Images

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að ekkert lið í heiminum hefði komist í gegnum meiðsli eins og Liverpool hafi lent í, áfallalaust.

Eftir að hafa rúllað yfir ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, þá hefur þeim rauðklæddu fatast flugið á þessari leiktíð og eru langt á eftir toppliði Man. City.

Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir verið lengi á meiðslalistanum. Fabinho bættist á hann og nú er Jordan Henderson, fyrirliðinn, einnig frá næstu vikurnar.

„Ef þú segir við eitthvað lið í heiminum að þau séu að fara hafa átján miðvarðarpör á leiktíð í miðverðinum, þá er ekki eitt lið í heiminum að fara komast í gegnum það. Ekki eitt,“ sagði Andy.

„Yfirleitt höfum við til að mynda Virgil sem talar mjög mikið og Joe sem setur tóninn og sömuleiðis Joel. Við höfum einnig verið með Fabinho og Henderson en nú erum við með Nat Phillips, sem var eðlilega ekki hérna á síðustu leiktíð.“

„Hann var á láni. Við erum með Kabak sem er ungur og nýkominn inn. Við erum með Ben Davies sem kemur úr B-deildinni og það tekur tíma og svo stóra Rhys, auðvitað líka.“

„Allir þeirra eru ekki með mikla reynslu og við erum að reyna hjálpa þeim en auðvitað líka að reyna hjálpa liðinu,“ sagði Andy.

Liverpool spilar við Sheffield United í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19.15 á Bramall Lane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×