Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við Vísi og vísaði til bráðabirgðatalna almannavarna.
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í fyrradag og var viðkomandi í sóttkví. Leita þarf aftur til fyrsta dags febrúarmánaðar til þess að finna einstakling sem greindist með veiruna utan sóttkvíar.
Mótefnamæling hjá þeim sem greindist á landamærunum liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á mánudaginn.