Erlent

Stóðu heiðurs­vörð við út­för kafteins Tom Moor­e

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útför kafteins Tom Moore fór fram í dag.
Útför kafteins Tom Moore fór fram í dag. EPA-EFE/JOE GIDDENS

Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum.

Útförinni var sjónvarpað en vegna kórónuveirufaraldursins gátu aðeins átta nánir fjölskyldumeðlimir verið viðstaddir útförinni. Sex hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris, sem Moore var hluti af í síðari heimstyrjöldinni, báru kistu hans til grafar. Þá stóðu fjórtán hermenn heiðursvörð og skutu úr byssum upp í loft honum til heiðurs. Herflugvélinni Douglas C-47, sem var notuð af Bretum í síðari heimstyrjöld, var flogið yfir útfararstaðinn.

Hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore.EPA-EFE/JOE GIDDENS

Um leið og sóttvarnareglur leyfa ætlar fjölskylda Moors að jarðsetja ösku hans í Jórvíkurskíri þar sem hann mun hvíla ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum.

Moore dó 2. febrúar síðastliðinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, hundrað ára gamall.

Moore öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann safnaði 32 milljónum punda, eða um 6 milljörðum íslenskra króna, til styrktar breska heilbrigðiskerfinu í ljósi kórónuveirufaraldursins. Upphaflega stefndi hann á að ganga hundrað hringi í garðinum sínum og safna þúsund pundum.

Herþotu frá síðari heimstyrjöld var flogið yfir útfararstaðinn.EPA-EFE/JOE GIDDENS

Moore var sleginn til riddara af Elísabetu Bretlandsdrottningu vegna framlags hans til bresks samfélags. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra.


Tengdar fréttir

„Þjóðar­klapp“ til heiðurs kafteini Tom Moor­e

Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Kafteinn Tom Moore er látinn

Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.

Kafteinn Tom Moor­e lagður inn á sjúkra­hús vegna veirunnar

Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.