Erlent

Kafteinn Tom Moore er látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kafteinn Tom Moore á góðri stundu á síðasta ári.
Kafteinn Tom Moore á góðri stundu á síðasta ári. Getty/chris jackson

Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.

Dætur Moore, Hannah Ingram-Moore og Lucy Teixeira, greina frá andláti föður síns í tilkynningu nú síðdegis. Þær segjast þakklátar fyrir að hafa geta kvatt hann á dánarbeðinum.

„Síðasta ár föður okkar var ekkert annað en stórkostlegt. Hann var sem endurfæddur og upplifði hluti sem hann hefði ekki órað fyrir,“ segir í tilkynningu systranna.

Moore öðlaðist heimsfrægð í fyrra eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir breska heilbrigðiskerfið í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Elísabet Bretadrottning sæmdi hann í kjölfarið riddaratign fyrir ómetanlegt framlag sitt til heilbrigðiskerfisins.

Moore var fluttur á sjúkrahús um helgina eftir að hafa átt erfitt með andardrátt. Hann hafði barist við lungnabólgu vikurnar á undan og greindist svo með kórónuveiruna í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Kafteinn Tom Moor­e lagður inn á sjúkra­hús vegna veirunnar

Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu.

Kafteinn Tom Moore hlaut riddaratign

Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS.

„Þjóðargersemin“ Kafteinn Moore verður aðlaður

Hinn 100 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni sem kafteinn í breska hernum og safnaði tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) í apríl mánuði, verður aðlaður af Elísabetu II Bretadrottningu og fær því heiðursriddaranafnbót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×