Enski boltinn

Brjálaður Kea­ne beið Shear­ers í stiganum eftir rauða spjaldið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shearer og Keane er atvikið umdeilda átti sér stað.
Shearer og Keane er atvikið umdeilda átti sér stað. Gary M Prior/Getty

Alan Shearer, goðsögn hjá Newcastle United, sagði frá skemmtilegri sögu í samtali við The Athletic á dögunum. Hann rifjaði þar upp atvik sem átti sér stað eftir leik Newcastle United og Manchester United.

Liðin mættust í mögnuðum leik á St. James’ Park tímabilið 2001/2002. Newcastle var 4-3 yfir undir lok leiksins er Shearer reyndi að tefja. Það fór illa í skaphundinn Keane.

United fékk innkast undir lokin og Keane kastaði boltanum beint í Shearer. Dómaranum var ekki skemmt og hann sendi Keane í sturtu. Pirraður Keane beið eftir Shearer í göngunum.

„Þegar þú ferð frá vellinum á St. James’ eru tröppur upp stiga sem skilja svo búningsklefa heima- og gestaliðsins að,“ sagði Shearer í samtali við The Athletic.

„Þegar lokaflautið gall þá stóð Roy efst í tröppunum og var að bíða eftir mér. Við skiptumst á nokkrum orðum og það voru smá læti.

Það voru of hins vegar of margar þarna til þess að það gæti gerst eitthvað líkamlegt. Svona gerist stundum í fótbolta.“

Keane lagði skóna á hilluna fimm árum síðar eða árið 2006. Shearer hætti sama ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.