Fótbolti

Liver­pool fær aukna sam­keppni um undir­skrift Wijn­aldums

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er þessi frábæri miðjumaður að yfirgefa Bítlaborgina?
Er þessi frábæri miðjumaður að yfirgefa Bítlaborgina? David Ramos/Getty

Vonir Liverpool um að halda miðjumanninum Georginio Wijnaldum eru ekki miklar. Leikmaðurinn rennur út af samningi í sumar og mörg stórlið bíða eru talin reiðubúin að bjóða Hollendingnum myndarlegan samning.

Hollendingurinn hefur verið einn af lykilmönnunum í liði Jurgen Klopp frá því að hann kom til félagsins árið 2016.

Samningur hans rennur út í sumar og eftir margra mánaða samningaviðræður þá hefur ekki tekist að endursemja.

Barcelona hefur verið talið líklegur áfangastaður Wijnaldum yfirgefi hann félagið en nú eru PSG og Inter Milan einnig reiðubúin í að semja við hollenska miðjumanninn.

Liverpool er talið vilja framlengja við Wijnaldum en enn ekki hefur tekist að semja og Wijnaldum segir sjálfur lítið að gerast í þeim efnum.

Franski risinn í PSG fylgist grannt með gangi mála og Inter er með marga reynslumikla leikmenn á sínum snærum og eru tilbúnir að bæta einum við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.