Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að það hafi hlýnað ört í nótt, en í dag verður hiti yfirleitt á bilinu fjögur til ellefu stig.
„Það bætir í vind í kvöld, og á morgun verður allhvöss sunnan- og suðvestanátt og áfram vætusamt og milt veður, en víða bjartviðri á Austurlandi.
Það kólnar annað kvöld, og á sunnudag er svo útlit fyrir suðvestan hvassviðri og éljagang um landið sunnan- og vestanvert,“ segir í færslunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðlæg átt 13-20 m/s og rigning, sums staðar talsverð úrkoma, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 4 til 12 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnandi veðri.
Á sunnudag: Suðvestan hvassviðri og éljagangur, en léttskýjað A-lands. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi um kvöldið.
Á mánudag: Suðvestan 5-13 og lítilsháttar skúrir eða él, en bjartviðri um landið A-vert. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Austlæg átt og skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 0 til 6 stig.
Á miðvikudag: Suðaustanátt og skúrir eða él. Frost 0 til 5 stig, en áfram milt um landið V-vert.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli vætu S- og V-lands. Hlýnandi veður.