Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 10:33 Ari Trausti á Alþingi. Helsti jarðvísindamaður þingheims og hann hefur frætt kollega sína um að líkur séu á eldgosi, þeim til nokkurrar hrellingar. vísir/vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss. Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07