Erlent

Finnar lýsa yfir neyðar­á­standi og loka í þrjár vikur

Atli Ísleifsson skrifar
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá nýjum aðgerðum stjórnar sinnar í morgun.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá nýjum aðgerðum stjórnar sinnar í morgun. Getty

Stjórnvöld í Finnlandi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar í landinu. Sumar aðgerðir stjórnvalda taka gildi þegar í stað, en aðrar 8. mars. Munu aðgerðirnar gilda í þrjár vikur.

Sex manns að hámarki munu þá fá að koma saman og hafa landsmenn verið hvattir til að forðast allar samkomur.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. „Ég veit að þið eruð þreytt. Ég er það líka. En við verðum að þrauka og nú er ástandið verra. Breska veiruafbrigðið er erfiðara og gömlu aðferðirnar duga ekki lengur. Lokun landamæra duga ekki lengur,“ sagði Marin.

Fjarkennsla verður tekin upp í skólum og öll frístund eldri barna stöðvast.

Marin greindi frá því að í næstu viku verða kynntar nýjar aðgerðir stjórnvalda sem munu meðal annars fela í sér lokun veitingastaða.

Um 55 þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Finnlandi frá upphafi faraldursins. Alls hafa 737 dauðsföll verið rakin til Covid-19 þar í landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×