Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 16:10 Skíðafólk virtist sýna því skilning að lokað var í Bláfjöllum eftir hádegið í dag. Vísir/Vilhelm Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað. „Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun. Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
„Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun.
Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25
Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14
Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52