Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 15:14 Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira