Sakbitinn Boris hætti í blaðamennsku en var enginn kórdrengur sem pistlahöfundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:56 Þegar Johnson hætti að skrifa pistla fyrir Daily Telegraph var hann að fá 800 krónur fyrir orðið. epa/Andy Rain Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hætti í blaðamennsku af því að honum leið illa með að „misnota eða ráðast að fólki“ án þess að setja sig í þeirra spor. Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti grunnskóla í Lundúnum í dag. „Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019. Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
„Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019.
Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira