Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 10:31 Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins. AP/Paul Ellis Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira