„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 16:07 Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. „Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“ Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“
Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira