Enski boltinn

Sou­ness tók dómarana á teppið eftir leiki gær­dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Souness vandaði enskum dómurum ekki kveðjurnar í gær.
Souness vandaði enskum dómurum ekki kveðjurnar í gær. getty/john rainford

Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, vandaði ekki enskum dómurum kveðjurnar eftir leiki gærdagsins í enska boltanum.

Souness var í settinu hjá Sky Sports í gær fyrir og eftir leiki Liverpool og Everton annars vegar og hins vegar botnslag Fulham og Sheffield United.

Everton fékk vítaspyrnu seint í leiknum sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr en Souness var gapandi yfir þeim dómi.

„Þetta er aldrei víti. Ég held að það sé ekki einn atvinnumaður í íþróttinni sem segir að þetta sé víti en Everton var betra en Liverpool,“ bætti Souness við. Chris Kavanagh dæmdi leikinn.

Í botnslag Fulham og Sheffield United gerðist einnig umdeilt atvik. Botnlið Sheffield vildi fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt.

„Á síðasta HM, hversu margir dómaranna voru enskir? Ekki einn. Það sýnir hversu góðir dómararnir okkar eru,“ sagði Souness um dómgæsluna á Craven Cottage.

Martin Atkinson dæmdi leik Fulham og Sheffield en Fulham er nú einungis þremur stigum frá Newcastle, sem er í öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×