Íslenski boltinn

Lék með ung­linga­liðum Burnl­ey og Liver­pool en hefur nú samið við Kefla­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflavíkur, og Blair.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflavíkur, og Blair.

Keflavík hefur samið við hinn 21 árs Marley Blair. Blair getur leyst flest allar stöðurnar framarlega á vellinum og kemur frá Englandi.

Fésbókarsíða Keflavíkur lýsir Blair sem snöggur og teknískum leikmanni en hann hefur leikið með unglingaliðum Liverpool og Burnley segir í tilkynningu Keflvíkinga.

„Marley hafði þegar náð samkomulagi við Keflavík en átti eftir að standast læknisskoðun sem hann gekkst undir í gær,“ segir í tilkyninngunni.

„Við fögnum komu Marley og hlökkum mikið til að sjá hann spreyta sig í Pepsi MAX deildinni í sumar. Keflavík bindur miklar vonir við Marley og óskar honum alls hins besta!“

Keflavík tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í efsta sæti Lengjudeildarinnar er mótið var blásið af.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.