Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:11 Fleiri mega fara á skíði samkvæmt nýjum sóttvarnareglum fyrir skíðasvæði landsins. Vísir/Vilhelm Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33