Innlent

800 manns í Hlíðarfjalli í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjölmargir eru í Hlíðarfjalli í dag.
Fjölmargir eru í Hlíðarfjalli í dag. Vísir/Vilhelm

Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra.

Hvernig eru aðstæðurnar á skíðasvæðinu í dag?

„Þær eru bara rosa fínar. Það er um tíu gráðu frost og örlítill norðvestan vindur en flottur, þurr snjór og frábært skíðafæri,“ segir Brynjar Helgi.

Hann segir að um átta hundruð manns séu í fjallinu.

„Við erum með tvö slott, fyrir hádegi og eftir hádegi. Hvert er þrír tímar. Það eru í kring um átta hundruð manns núna og það má segja að fyrra slottið sé uppselt,“ segir Brynjar.

„Það gengur bara mjög vel. Fólk er búið að vera duglegt við að setja upp grímur og virða tveggja metra reglu þannig að þetta er stórfínt,“ segir Brynjar.

Brynjar telur að um helmingur skíðafólksins sé utanbæjarfólk.

„Já, það er það. Ég get ekki gefið upp tölu en ég gæti giskað að svona helmingur væri fólk af höfuðborgarsvæðinu og víðar.“

Skíðasvæðið lokaði í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins og opnaði ekki aftur fyrr en fyrir tveimur vikum. Brynjar segir að það sé mikil tilbreyting að hafa svona marga í fjallinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.