Erlent

Filippus prins lagður inn á spítala

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Talsmaður prinsins greindi ekki frá eðli veikinda Filippusar en óljóst er hversu lengi hann þarf að dvelja á spítala.
Talsmaður prinsins greindi ekki frá eðli veikinda Filippusar en óljóst er hversu lengi hann þarf að dvelja á spítala. AdrianDennis/Getty

Filippus prins, hertogi af Edinborg, var í gærkvöldi lagður inn á spítala í Lundúnum vegna ótilgreindra veikinda.

Talsmaður prinsins segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða. Læknir konungsfjölskyldunnar hafi ráðlagt spítalainnlögn í ljósi þess að Filippusi hafi ekki liðið vel. Talsmaðurinn tekur þó fram í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veikindin tengist ekki kórónuveirufaraldrinum.

Filippus mun undirgangast læknisskoðun og sæta eftirliti næstu daga en óvíst er hversu lengi hann þarf að dvelja á spítalanum.

Filippus er 99 ára og fagnar 100 ára afmæli næsta júní.


Tengdar fréttir

Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus

Elísabet II Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg voru í dag bólusett við Covid-19. Bættast hjónin þar með í hóp um 1,5 milljón Breta sem hafa allavega fengið fyrri skammtinn af bóluefni.

Filippus útskrifaður af sjúkrahúsi

Eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar fjórar nætur hefur Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, verið útskrifaður



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×