Enski boltinn

Ferguson óttaðist að missa minnið og bað son sinn um að gera heimildamynd um sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Alex Ferguson gerði Manchester United þrettán sinnum að Englandsmeisturum.
Sir Alex Ferguson gerði Manchester United þrettán sinnum að Englandsmeisturum. getty/Alex Livesey

Heimildamynd um Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, verður frumsýnd í vor.

Ferguson fékk heilablóðfall fyrir tæpum þremur árum en náði sér. Hann óttaðist hins vegar mjög að missa minnið eftir heilablóðfallið og bað því son sinn, Jason, um að leikstýra heimildamynd um sig.

Myndin, sem ber heitið Sir Alex Ferguson: Never Give In, verður frumsýnd í lok maí. Í myndinni er fjallað um líf Skotans, innan vallar sem utan. Meðal þeirra sem rætt er við í myndinni eru Ryan Giggs, Gordon Strachan, Eric Cantona auk fjölskyldu Fergusons.

„Að missa minnið var minn stærsti ótti eftir að ég fékk heilablóðfallið 2018,“ sagði Ferguson sem varð 79 ára á gamlársdag. 

„Við gerð myndarinnar gat ég rifjað upp mikilvægustu augnablikin í lífi mínu, góð jafnt sem slæm. Með því að fá son minn til að leikstýra henni er tryggt að hún verði heiðarleg og persónuleg.“

Ferguson hætti hjá United 2013 eftir 26 ár hjá félaginu. Skotinn vann 38 titla á tíma sínum hjá United. Þá náði hann frábærum árangri hjá Aberdeen í heimalandinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.