Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2021 08:13 Kim Kielsen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Grænlands frá árinu 2014. EPA Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru. Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru.
Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45