Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2021 08:13 Kim Kielsen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Grænlands frá árinu 2014. EPA Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru. Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru.
Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45