Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2021 08:13 Kim Kielsen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Grænlands frá árinu 2014. EPA Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru. Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru.
Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45