Klikkaði á víti í Pepsi Max deildinni og fékk sendar morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 14:16 Óliver Dagur Thorlacius sækir hér að Fylkismanninum Valdimar Þór Ingimundarsyni í leik Gróttu og Fylki síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu í sumar þegar hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deild karla. Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira