Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 20:34 Karl Steinar segir mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar áður en ályktanir eru dregnar. Vísir/Samsett Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent