Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 18:52 Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“ Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“
Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent