Íslenski boltinn

ÍA fær miðvörð sem ólst upp hjá Chelsea

Sindri Sverrisson skrifar
Alex Davey mun spila með ÍA í sumar.
Alex Davey mun spila með ÍA í sumar.

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við skoska varnarmanninn Alex Davey sem mun spila með liðinu út keppnistímabil þessa árs.

Davey er 26 ára gamall og lék síðast í Bandaríkjunum. Hann kveðst var geta beðið eftir því að byrja að spila með Skagamönnum.

Davey var í unglingaakademíu Chelsea og lék sjö leiki fyrir U19-landslið Skota. Davey var leikmaður Chelsea þar til hann var orðinn 22 ára gamall en lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Hann var lánaður í neðrideildarlið á Englandi sem og til Stabæk í Noregi þar sem hann lék fimm deildarleiki árið 2016.

Eftir veruna hjá Chelsea hefur Davey leikið með utandeildarliðum á Englandi og svo í bandarísku USL-deildinni, næstbestu deildinni þar í landi, síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×