Maguire skaut á Klopp: „Höfum ekkert fengið síðan fólk frá öðrum félögum byrjaði að tala um okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 08:01 Harry Maguire skammast í Craig Pawson, dómara leiks West Brom og Manchester United. getty/Nick Potts Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, gaf í skyn að liðið fengi verri meðferð frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því að United fengi hagstæða dómgæslu. United gerði 1-1 jafntefli við West Brom á The Hawthornes í gær. Maguire var ósáttur við að mark West Brom hafi ekki verið dæmt af og vildi fá vítaspyrnu þegar hann féll eftir baráttu við Semi Ajayi í seinni hálfleik. Craig Pawson dæmdi reyndar upphaflega víti en breytti dómnum eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Maguire kvartaði sáran eftir leikinn og skaut meðal annars á Klopp. „Allt síðan fólk úr öðrum liðum talaði um okkur höfum við ekki fengið neitt, nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Maguire. Enski landsliðsmaðurinn vísaði þar í viðtal við Klopp þar sem hann sagði að United hefði fengið fleiri víti á síðustu tveimur árum en hann síðan hann tók við Liverpool haustið 2015. „Ég var svo viss um að þetta væri víti,“ sagði Maguire um atvikið þegar hann féll í vítateig West Brom. Hann var reyndar rangstæður en svo virtist sem það hafi gleymst að kanna það í VAR-herberginu. Maguire var nálægt því að tryggja United sigurinn í uppbótartíma í gær en Sam Johnstone varði skalla hans frábærlega. United er enn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum. Næsti leikur United er gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
United gerði 1-1 jafntefli við West Brom á The Hawthornes í gær. Maguire var ósáttur við að mark West Brom hafi ekki verið dæmt af og vildi fá vítaspyrnu þegar hann féll eftir baráttu við Semi Ajayi í seinni hálfleik. Craig Pawson dæmdi reyndar upphaflega víti en breytti dómnum eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Maguire kvartaði sáran eftir leikinn og skaut meðal annars á Klopp. „Allt síðan fólk úr öðrum liðum talaði um okkur höfum við ekki fengið neitt, nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Maguire. Enski landsliðsmaðurinn vísaði þar í viðtal við Klopp þar sem hann sagði að United hefði fengið fleiri víti á síðustu tveimur árum en hann síðan hann tók við Liverpool haustið 2015. „Ég var svo viss um að þetta væri víti,“ sagði Maguire um atvikið þegar hann féll í vítateig West Brom. Hann var reyndar rangstæður en svo virtist sem það hafi gleymst að kanna það í VAR-herberginu. Maguire var nálægt því að tryggja United sigurinn í uppbótartíma í gær en Sam Johnstone varði skalla hans frábærlega. United er enn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum. Næsti leikur United er gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.
Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira