Enski boltinn

Liver­pool og Barcelona sögð horfa til Jór­víkur­skíris

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raphinha í leik með Leeds fyrr á leiktíðinni.
Raphinha í leik með Leeds fyrr á leiktíðinni. Paul Greenwood/Getty

Liverpool og Barcelona eru sögð horfa til Raphinha, leikmanns United, en hann kom til enska félagsins frá Rennes síðasta sumar fyrir sautján milljónir punda.

Raphinha hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur mörk fyrir Jórvíkurskíris liðið, Leeds United, en Marcelo Bielsa hefur lýst Raphinha sem nærri fullkomnum leikmanni.

„Hann er fljótur. Hann er vængmaður sem getur hlaupið með boltann og veit einnig hvernig á að sækja svæðin fyrir aftan vörnina. Hann er fullkominn leikmaður,“ sagði Bielsa um Raphinha.

„Hann er leikmaður með líkamlega, tæknilega og hugarfarslega eiginleika. Af hverju hefur hann gert svona vel fyrir Leeds? Hann fékk tækifæri til þess að sjá hvað enska úrvalsdeildin snýst um og sjá hvað er ætlast til af honum.“

Barcelona og Liverpool eru bæði sögð fylgjast með framvindu Raphinha en Leeds spilar við Arsenal síðar í dag. Leeds er fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar, stigi og sæti fyrir ofan Arsenal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.