Innlent

Annan daginn í röð greindist enginn með veiruna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Frá sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi í gær. Er það annar dagurinn í röð þar sem enginn greinist með veiruna hér innanlands.

Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í svari við fyrirspurn fréttastofu og vísar til bráðabirgðatalna almannavarna.

Þá greindist einn á landamærunum en mótefnamælingar er beðið svo hægt sé að skera úr um hvort um virkt smit er að ræða.

Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×