Enski boltinn

Trent bætti ó­heppi­legt met í þriðja skipti á þessari leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ætli þessi sending Trent hafi ratað á samherja?
Ætli þessi sending Trent hafi ratað á samherja? Andrew Powell/Getty

Trent Alexander-Arnold bætti ekki skemmtilegt met í þriðja skiptið á þessari leiktíð í gær er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðja tap ensku meistarana í röð.

Enski landsliðsmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð var hann einn besti leikmaður deildarinnar en eftir meiðsli á kálfa í nóvember hefur Trent átt erfitt uppdráttar.

Fyrr á leiktíðinni tapaði Trent boltanum 38 sinnum í einum leik og skömmu síðar var svipað uppi á teningnum er hann tapaði boltanum 39 sinnum í leik gegn Southampton. Ekki voru tölurnar góðar úr tapleiknum í gær.

Trent tapaði nefnilega boltanum 45 sinnum á þeim níutíu mínútum plús sem hann spilaði en enginn leikmaður hefur tapað boltanum oftar í fimm stærstu deildum Evrópu. Trent tapaði boltanum í 35,2% skipta sem hann fékk boltann

Eftir tapið í gær er Liverpool í fjórða sætinu og er búið að missa af Manchester City sem er komið þrettán stigum á undan ríkjandi meisturunum. Liverpool spilar gegn Leipzig í vikunni í Meistaradeildinni áður en grannarnir í Everton bíða um næstu helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.