Enski boltinn

„Þrír leik­menn Leicester voru rang­stæðir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp varð bálreiður eftir þriðja mark Leicester.
Klopp varð bálreiður eftir þriðja mark Leicester. John Powell/Liverpool FC

Jurgen Klopp stjóri Liverpool var eðlilega sár og svekktur eftir 3-1 tap lærisveina hans gegn Leciester á útivelli í dag.

Þetta var þriðja tap Liverpool í síðustu þremur leikjum en þetta er í fyrsta sinn undir stjórn Klopp sem þeir tapa þremur deildarleikjum í röð.

„Þetta var leikur sem við áttum að vinna. Við spiluðum góðan fótbolta, vorum með yfirburði með boltann og tókum leikinn frá Leicester,“ sagði Klopp í samtali við BBC í leikslok.

Hann hreifst ekki af darraðadansinum í kringum jöfnunarmark Leicester.

„Við skoruðum mark og hefðum og gátum skorað fleiri mörk. Allt er í góðu en svo kemur víti, aukaspyrna, rangstaða, ekki rangstaða, mark. Það hafði mikil áhrif. Það er eitthvað sem þarf að breyta og fyrir mér er fyrsta markið rangstaða.“

„Þrír leikmenn Leicester voru rangstæðir en þeir ákváðu að taka annað augnablik og þannig er þetta. Annað markið er augljóslega misskilningur. Þetta er staða sem við eigum að öskra og ég heyrði ekki neinn öskra. Það er ekki gott.“

„Þriðja markið er eitthvað sem mér líkar ekki. Við erum svo opnir. Ég get ekki sætt mig við það. Frammistaðan í 75 var framúrskarandi og svo töpuðum 3-1. Það sýnir erfiðu stöðuna sem við erum í.“

James Milner fór af velli snemma leiks og var sá þýski spurður út í meiðsli Milners.

„Aftan í læri. Vonandi er þetta bara smávægilegt en við vildum ekki taka neina  áhættu,“ sagði Klopp að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.