Enski boltinn

„Verður á­huga­vert að sjá hvar Liver­pool endar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago og Salah ósáttir við Anthony Taylor í dag.
Thiago og Salah ósáttir við Anthony Taylor í dag. Plumb Images/Getty

Andy Reid, fyrrum írskur landsliðsmaður og leikmaður til að mynda Tottenham og Nottingham Forest, segir að það verði áhugavert að fylgjast með Liverpool næstu vikurnar.

Liverpool tapaði þriðja leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag er þeir töpuðu 3-1 fyrir Leicester á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar þremur leikjum í röð undir stjórn Klopp.

„Það verður áhugavert að sjá hvar Liverpool endar í lok tímabilsins,“ sagði Andy í samtali við BBC Radio 5 Live í dag.

„Þeir eru undir alls konar pressu núna. Þeir þurfa að standa saman, hrista af sér storminn og koma sér út úr þessu.“

„Þeir hafa verið magnaðir í nokkur ár en nú eru þeir að berjast við að lenda í einum af fjórum efstu sætunum,“ sagði Andy.

Eins og staðan er núna er Liverpool í fjórða sætinu, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City, en City á tvo leiki til góða.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.