Fótbolti

„Ef fót­boltinn er ekki gallaður, af hverju eru UEFA og FIFA þá að reyna laga hann?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar lyfta bikarnum á loft eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í sumar.
Bæjarar lyfta bikarnum á loft eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í sumar. Michael Regan/Getty

Adam Shergold, blaðamaður á Daily Mail, er ekki hrifinn af nýjustu hugmyndunum sem hafa komið fram á sjónarsviðið hvað varðar Meistaradeildina. Hann segir að UEFA og FIFA eigi ekki að reyna laga eitthvað sem er ekki brotið.

„Af hverju geta fótbolta risarnir ekki fattað þegar þeir eru með góðan hlut í höndunum?“ Svona hefst grein Adam á Daily Mail sem birtist á Daily Mail í gær þar sem hann viðrar sínar skoðanir varðandi „svissnesku aðferðina“ en í fyrirsögninni segir hann einnig: „Ef fótboltinn er ekki gallaður, af hverju er þá UEFA og FIFA að reyna laga hann?“

Fram hefur komið að UEFA íhugi að gera breytingar á Meistaradeildinni frá árinu 2024. Þar mun leikjunum í riðlakeppninni verða fjölgað og þeir verða tíu talsins, í stað sex. Meira álag á leikmennina og Adam er ekki hrifinn:

„Peningarnir tala alltaf hæðst, eins og alltaf. Þessi stækkun er drifinn áfram af gráðugum auglýsingarsamningum, til þess að tryggja Gazprom og Coca Cola inn á svo marga markaði og sjónvarpsáhorfendur og mögulegt er.“

Adam kemur einnig inn á það hversu illa það hefur farið með HM og EM að það hafi verið fjölgað þáttökuþjóðunum.

Alla grein Adams má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×