Enski boltinn

Caragher segir kaupin á Var­dy ein þau bestu í sögu fót­boltans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vardy fagnar marki.
Vardy fagnar marki. vísir/Getty

Jamie Vardy er ein bestu kaup í alheimsfótboltanum, fyrr og síðar. Þetta skrifar Jamie Carragher í pistli sínum í enska dagblaðið The Telegraph en Vardy var keyptur til Leicester frá Fleetwood Town á eina milljónir punda árið 2012.

Carragher er á því að það verði rætt um Leicester fyrir og eftir komu Vardy og hans félagaskipti séu fyrir ofan félagaskipti á borð við Dennis Bergkamp til Arsenal og Virgil van Dijk til Liverpool.

„Það er ein af ástæðunum fyrir því að það gæti verið að við fáum mögulega aldrei eins góð félagaskipti og Vardy frá Leicester til Fleetwood. Ekki bara á Englandi heldur í alheimsfótboltanum,“ skrifaði Carragher.

„Ég er ekki hrifinn af því að lýsa því yfir að eitt sé betra en annað og besta í heimi og svona. Það getur verið álitamál. En ef þú myndir setja saman lista yfir mestu og áhrifamestu kaupin og dæma menn á peningnum sem þeir kostuðu: Hver tekur fram úr Vardy?“

Eftir komuna til Leicester hefur hann skorað 114 mörk og hjálpaði Leicester að vinna titilinn magnaða árið 2016.

„Við getum talað um félagaskipti sem breyttu sögunni eins og Cantona til Man. United, Bergkamp til Arsenal, Yaya Toure og David Silva til Man. City eða Virgil Van Dijk til Liverpool.“

„Þeir voru reynslumiklir, landsliðsmenn og fóru til liða sem voru að berjast um titla. Voru síðasta pússlið. Með Vardy þá er hann keyptur á eina milljón, beint úr utandeildinni og með litlar væntingar. Þegar það verður rætt um Leicester í framtíðinni; þá verður rætt um Leicester fyrir og eftir komu Vardy.“

Vardy hefur verið að glíma við meiðsli en verður væntanlega mættur aftur í lið Leicester er liðið mætir Liverpool í hádegisleiknum í enska boltanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.