Manchester-liðin hafa sætaskipti eftir sigur City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:00 Manchester City fór upp fyrir nágranna sína í United með 3-0 sigri í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City tók á móti Manchester United í alvöru borgarslag í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Fór það svo að Man City vann öruggan 3-0 sigur eftir eitt mark í sitthvorum hálfleik í kvöld. Búist var við hörkuleik í kvöld enda var Man City í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og Man Utd í öðru sæti. Það fór þó svo að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn þegar á völlinn var kominn. Hin magnaða Lucy Bronze kom City yfir þegar boltinn datt fyrir fætur hennar eftir hornspyrnu og hún lúðraði honum upp í skeytin fjær. Staðan orðin 1-0 þegar 23 mínútur voru liðnar og var staðan enn þannig er flautað var til loka fyrri hálfleiks. @LucyBronze fires it in from a @ManCityWomen corner!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/3iOkwyMKLF— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021 Lauren Hemp tvöfaldaði forystu City eftir að Mary Earps, markvörður Man Utd, hafði varið fast skot út í teiginn. Hemp tók boltann í fyrsta með vinstri fæti og þaðan fór hann í höfuð varnarmanns United í slá og inn. Staðan orðin 2-0. City double their lead as @Chloe_Kelly98 and @lauren__hemp cause chaos in their link up!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/K6Fi2Dyp7g— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021 Caroline Weir gulltryggði svo sigur City undir lok leiks með stórkostlegri vippu. Lokatölur 3-0 sem þýðir að City fer upp fyrir United í töflunni. City er nú með 33 stig, tveimur stigum minna en topplið Chelsea en bæði lið hafa leikið 14 leiki. Man United er í þriðja sæti með 32 stig að loknum fimmtán leikjum. WOW@itscarolineweir just loves a worldie in the Manchester derby!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/EPJYlGpsfC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Búist var við hörkuleik í kvöld enda var Man City í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og Man Utd í öðru sæti. Það fór þó svo að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn þegar á völlinn var kominn. Hin magnaða Lucy Bronze kom City yfir þegar boltinn datt fyrir fætur hennar eftir hornspyrnu og hún lúðraði honum upp í skeytin fjær. Staðan orðin 1-0 þegar 23 mínútur voru liðnar og var staðan enn þannig er flautað var til loka fyrri hálfleiks. @LucyBronze fires it in from a @ManCityWomen corner!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/3iOkwyMKLF— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021 Lauren Hemp tvöfaldaði forystu City eftir að Mary Earps, markvörður Man Utd, hafði varið fast skot út í teiginn. Hemp tók boltann í fyrsta með vinstri fæti og þaðan fór hann í höfuð varnarmanns United í slá og inn. Staðan orðin 2-0. City double their lead as @Chloe_Kelly98 and @lauren__hemp cause chaos in their link up!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/K6Fi2Dyp7g— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021 Caroline Weir gulltryggði svo sigur City undir lok leiks með stórkostlegri vippu. Lokatölur 3-0 sem þýðir að City fer upp fyrir United í töflunni. City er nú með 33 stig, tveimur stigum minna en topplið Chelsea en bæði lið hafa leikið 14 leiki. Man United er í þriðja sæti með 32 stig að loknum fimmtán leikjum. WOW@itscarolineweir just loves a worldie in the Manchester derby!#BarclaysFAWSL #MCIMUN pic.twitter.com/EPJYlGpsfC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 12, 2021
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira