Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 18:06 Justin Timberlake hefur beðið Janet Jackson og Britney Spears afsökunar vegna framkomu hans í garð þeirra á fyrstu árum þessarar aldar. Getty/Matt Winkelmeyer Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson. Hollywood Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson.
Hollywood Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira