Erlent

Gerir soninn að að­stoðar­for­sætis­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 39 ára Serdar Berdimuhamedov hefur áður gegnt þingmennsku í landinu og embætti ríkisstjóra í Ahal.
Hinn 39 ára Serdar Berdimuhamedov hefur áður gegnt þingmennsku í landinu og embætti ríkisstjóra í Ahal. Getty/Yegor Aleyev

Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins.

Málið hefur gefið sögusögnum um að forsetinn sé að búa þannig um hnútana að sonurinn muni taka við forsetaembættinu í landinu þegar fram líða stundir byr undir báða vængi.

Greint var frá skipun Serdar Berdimuhamedov í embætti aðsoðarforsætisráðherra í morgun. Sagði forsetinn að sonurinn myndi í embætti sínu vera með málefni nýsköpunar á sinni könnu.

Hinn 39 ára Serdar hefur áður gegnt þingmennsku í landinu og embætti ríkisstjóra í Ahal.

Gurbanguly Berdimuhamedov tók við embætti forseta Túrkmenistans árið 2006. Forsetinn ræður yfir ríkisstjórn landsins og mun Serdar því þjóna forsetanum beint. Ekki er forsætisráðherra í landinu.

Túrkmenistan er mjög ríkt af olíuauðlindum en íbúar landsins eru um sex milljónir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.