Á uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru einnig nokkur svæði í Noregi merkt með grænum lit sem og lítill hluti Grikklands.
Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land eða svæði fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%.
Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is er nýgengi innanlandssmita hér 1,4 og nýgengi landamærasmita 5,5.
Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita svo samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hér á landi 8,4 en tölurnar voru teknar saman við lok síðustu viku.
Nánast öll ríki Evrópu eru merkt með dökkrauðum eða ljósrauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150.
Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni.
Staðan er verst í Portúgal þar sem nýgengi smita er 1190. Þá er einnig alvarleg í Tékklandi þar sem nýgengið er 914 og á Spáni þar sem nýgengið er 843.