Erlent

Loka á Internetið svo mótmælendur geti ekki skipulagt sig

Sylvía Hall skrifar
Fjöldi fólks hefur mótmælt frá því að herinn tók völdin í sínar hendur.
Fjöldi fólks hefur mótmælt frá því að herinn tók völdin í sínar hendur. Getty/Sonu Mehta

Herforingjastjórn Myanmar hefur slökkt á Internet-tengingu landsins vegna mótmæla þar í landi. Herforingjastjórnin tók völdin í vikunni sem leið og setti kjörinn leiðtoga landsins í varðhald.

Herstjórn Mjanmar hefur slökkt á Internet-tengingu landsins vegna mótmæla. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að almenningur hafi litla sem enga tengingu við Internetið en herstjórnin greip til þessa úrræðis eftir að hafa orðið vitni að fjölmennustu mótmælum landsins frá því herstjórnin tók völdin síðastliðinn mánudag. 

Einnig er búið að loka á samfélagsmiðlana Twitter, Instagram og Facebook til að koma í veg fyrir að mótmælendur geti skipulagt sig. 

Mótmælendur hafa krafist lausnar á kjörnum leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi. Hún fór með yfirburðasigur í kosningum landinu en flokkur hennar fékk yfir sjötíu prósent atkvæða. Herforingjastjórnin hefur fullyrt að brögð hafi verið tafli og tóku því völdin. 

Ákæra var gefin út á hendur Suu Kyi í vikunni en hún er sökuð um ólöglegan innflutning á samskiptatækjum, en sex talstöðvar fundust á heimili hennar að sögn hersins. Einnig hefur fjöldi stjórnmálamanna verið settur í varðhald í landinu í vikunni.


Tengdar fréttir

Loka á Face­­book og aðra sam­­fé­lags­­miðla í landinu

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lokað á Facebook og aðra samfélagsmiðla í landinu og segist með því vera að tryggja stöðugleika í landinu. Herinn tók á dögunum völdin í Mjanmar og hneppti fjölda stjórnmálamanna í varðhald, þar á meðal kjörinn leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.